Hólmbert lagði upp sigurmark Bröndby

Hólmbert Aron Friðjónsson á æfingu með U21-landsliði Íslands.
Hólmbert Aron Friðjónsson á æfingu með U21-landsliði Íslands. mbl.is/Ómar

Hólmbert Aron Friðjónsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Bröndby í dag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið vann 1:0-sigur á SönderjyskE.

Eina mark leiksins kom á 65. mínútu þegar Andrew Hjulsager skoraði með góðu skoti utan teigs eftir sendingu frá Hólmberti. Hólmbert fór skömmu síðar af velli og inná kom Svíinn Johan Elmander.

Bröndby er eftir sigurinn með 24 stig úr 15 leikjum í 4. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Randers sem er í 2. sæti. Midtjylland er langefst, með 34 stig og leik til góða sem nú stendur yfir.

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir SönderjyskE sem er með 18 stig í 9. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert