Agüero með þrennu og vonin lifir

Sergio Agüero fagnar fyrsta marki sínu í kvöld.
Sergio Agüero fagnar fyrsta marki sínu í kvöld. AFP

Von ensku meistaranna í Manchester City um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lifir eftir ævintýralegan sigur liðsins á Bayern München á heimavelli í kvöld, 3:2. Sergio Agüero skoraði öll mörk liðsins, þar af tvö þau síðustu ár síðustu tíu mínútum leiksins og vart það.

Chelsea og Shakhtar Donetsk bættust í kvöld í hóp þeirra liða sem komust í 16-liða úrslitin. Chelsea vann stóran sigur á Schalke í Gelschenkirken, 5:0.  John Terry, Willian, Didier Drogba og Ramires gerðu sitt markið hver og eitt var sjálfsmark. 

Lionel Messi skoraði þrennu þegar Barcelona vann Apoel, 4:0, á útivelli. Hann bætti markamet Spánverjans Raúls með fyrsta marki sínu í leiknum og hélt upp á áfangann með því að bæta við tveimur mörkum til viðbótar. Messi hefur þar með skoraði 74 mörk í Meistaradeild Evrópu, öll fyrir Barcelona. Luiz Suárez skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark fyrir Barcelona á Kýpur í kvöld. 

Leikmenn Manchester City fengu óskabyrjun þegar Agüero skoraði úr vítaspyrnu á 20. mínútu leiksins sem dæmd var í kjölfar þess að Benatia braut á Argentínumanninum. Benatia var vísað af leikvelli með rautt spjald fyrir athæfið.  Leikmenn Bayern lögðu ekki árar í bát og Xabi Alonso og  Robert Lewandowski skoruðu hvor sitt markið á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks. 

Leikmenn Bayern virtust ætla að halda sjó til leiksloka en tvenn varnarmistök á síðustu mínútunum kostuðu þá tap. Agüero nýtti bæði mistökin til þess að skora og tryggja City sigur. 

Kolbeinn Sigþórsson kom ekkert við sögu hjá Ajax sem tapaði fyrir París SG á útivelli, 3:1.

Úrslitin í kvöld:

E-RIÐILL:
CSKA Moskva - Roma 1:1
Manchester City - Bayern München 3:2

Bayern 12 stig, Manchester City 5, Roma 5, CSKA 5.
Bayern er komið áfram.

F-RIÐILL:
APOEL Nicosia - Barcelona 0:4
París SG - Ajax 3:1

París SG 13 stig, Barcelona 12, Ajax 2, APOEL 1.
París SG og Barcelona eru komin áfram.

G-RIÐILL:
Sporting Lissabon - Maribor 3:1
Schalke - Chelsea 0:5

Chelsea 11 stig, Sporting 7, Schalke 5, Maribor 3.
Chelsea er komið áfram.

H-RIÐILL:
BATE Borisov - Porto 0:3
Shakhtar Donetsk - Athletic Bilbao 0:1

Porto 13 stig, Shakhtar 8, Athletic 4, BATE 3.
Porto og Shakhtar er komin áfram.

Lionel Messi einu af þremur mörkum sínum í kvöld ásamt …
Lionel Messi einu af þremur mörkum sínum í kvöld ásamt samherjanum Pedro Rodriguez. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert