Arsenal fór létt með Dortmund - Liverpool gerði jafntefli

Alexis Sánchez var frábær í leiknum í kvöld fyrir Arsenal.
Alexis Sánchez var frábær í leiknum í kvöld fyrir Arsenal. AFP

Sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu var að ljúka rétt í þessu. Arsenal vann þar meðal annars frábæran 2:0 sigur á Dortmund í D-riðli og kom sér í 16-liða úrslitin. Þá gerði Liverpool einungis jafntefli gegn Ludogorets í Búlgaríu 2:2 sem þýðir að liðið mun spila gegn Basel hreinan úrslitaleik um 2. sæti riðilsins í næstu umferð.

Í kvöld komust Atlético Madrid, Le­verku­sen og Arsenal í 16-liða úr­slit­in.

A-RIÐILL

Í A-riðli komst silfurlið Meistaradeildarinnar frá því í fyrra, Atlético Madrid í 16-liða úrslit með sigri á Olympiakos á Spáni 4:0 þar sem Mario Mandzukic skoraði þrennu en hann varð um leið sá fyrsti til að gera það fyrir liðið í Meistaradeildinni.

Í sama riðli mætti Juventus í heimsókn til Malmö í Svíþjóð og fóru gestirnir frá Tórínó með sigur af hólmi 1:0 með marki frá Fernando Llorente á 49. mínútu og Carlos Tevez á 88. mínútu. Juventus er í sterkri stöðu varðandi 16-liða úrslitin en liðið hefur þremur stigum meira en Olympiakos í 3. sætinu.

2:0 Atlético Madrid - Olymp­iacos
0:2 Mal­mö - Ju­vent­us
Atlético 12 stig, Ju­vent­us 9, Olymp­iacos 6, Mal­mö 3.

B-RIÐILL

Í B-riðli fór Liverpool til Búlgaríu og lenti þar í vandræðum með heimamenn í Ludogorets. Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Bítlarborgarliðið þegar Simon Mignolet gerði sig sekan um hræðileg mistök þegar hann missti frá sér boltann til Dani Abalo framherja Ludogorets sem skoraði fyrsta markið.

Liverpool svaraði hins vegar fljótt með góðu marki frá Rickie Lambert á fimm mínútum síðar. Á 37. mínútu skoraði Jordan Henderson svo síðara mark Liverpool eftir góðan undirbúning frá Raheem Sterling. Búlgararnir voru þó ekki hættir og jöfnuðu metin á 88. mínútu með marki Georgi Terziev.

0:1 Basel - Real Madrid
2:2 Ludog­or­ets Razgrad - Li­verpool
Real Madrid 15 stig, Basel 6, Li­verpool 4, Ludog­or­ets 4.

C-RIÐILL: Leverkusen tapaði gegn Mónakó í kvöld en eina mark leiksins skoraði Lucas Ariel Ocampos á 72. mínútu. Þar með hélt hann vonum Mónakó um að komast áfram í 16-liða úrslitin en liðið mun spila úrslitaleik um miða þangað við Zenit í næstu umferð.

1:0 Zenit Pét­urs­borg - Ben­fica
0:1 Bayer Le­verku­sen - Monaco
Le­verku­sen 9 stig, Monaco 8, Zenit 7, Ben­fica 4.

D-RIÐILL

Í D-riðli tryggði Arsenal sér farseðilinn ásamt Dortmund í 16-liða úrsltin með góðum 2:0 sigri á Dortmund á Emirates. Mörk heimamanna skoruðu Yaya Sanogo og Alexis Sánchez en Lundúnaliðið var mun sterkari aðilinn í leiknum.

2:0 And­er­lecht - Galatas­aray
2:0 Arsenal - Dort­mund
Dort­mund 12 stig, Arsenal 10, And­er­lecht 5, Galatas­aray 1.

Þessi lið voru þegar kom­in áfram í keppn­inni: Real Madrid, Dort­mund, Bayern München, Par­ís SG, Barcelona, Chel­sea, Porto, Shak­ht­ar Do­netsk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert