Meistaradeildin í beinni - miðvikudagur

Yaya Sanogo kom Arsenal í 1:0 í kvöld gegn Dortmund.
Yaya Sanogo kom Arsenal í 1:0 í kvöld gegn Dortmund. AFP

Seinni hluti leikjanna í næstsíðustu umferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu fer fram í dag og kvöld. Fyrsti leikurinn hófst klukkan 17 en hinir sjö klukkan 19.45. Fylgst er með gangi mála í beinu lýsingunni MEISTARADEILDIN Í BEINNI hér á mbl.is.

A-RIÐILL:
19.45 Atlético Madrid - Olympiacos
19.45 Malmö - Juventus

Atlético 9 stig, Juventus 6, Olympiacos 6, Malmö 3.
Ekkert lið er öruggt áfram og öll eiga möguleika.

B-RIÐILL:
19.45 Basel - Real Madrid
19.45 Ludogorets Razgrad - Liverpool

Real Madrid 12 stig, Basel 6, Liverpool 3, Ludogorets 3.
Real Madrid er komið áfram en hin þrjú berjast um annað sætið.

C-RIÐILL:
17.00 Zenit Pétursborg - Benfica
19.45 Bayer Leverkusen - Monaco

Leverkusen 9 stig, Monaco 5, Zenit 4, Benfica 4.
Ekkert lið er öruggt áfram og öll eiga möguleika.

D-RIÐILL:
19.45 Anderlecht - Galatasaray
19.45 Arsenal - Dortmund

Dortmund 12 stig, Arsenal 7, Anderlecht 2, Galatasaray 1.
Dortmund er komið áfram en hin þrjú berjast um annað sætið.

Þessi lið eru þegar komin áfram í keppninni: Real Madrid, Dortmund, Bayern München, París SG, Barcelona, Chelsea, Porto, Shakhtar Donetsk.

Í kvöld geta Atlético Madrid, Olympiacos, Basel, Leverkusen og Arsenal tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum.

Til að fylgjast með beinu lýsingunni okkar, smellið á MEISTARADEILDIN Í BEINNI.

Leikmenn Liverpool eru í Búlgaríu þar sem þeir þurfa á …
Leikmenn Liverpool eru í Búlgaríu þar sem þeir þurfa á sigri að halda gegn Ludogorets í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert