Alfreð í úrvalsliði þakkargjörðardags

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Ljósmynd/Rubén Plaza

Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Real Sociedad á Spáni, er í úrvalsliði bandarísku fréttaveitunnar ESPN, þar sem valdir eru leikmenn með nöfn sem hægt er að snúa útúr og herma uppá þakkargjörðardaginn ameríska, sem er í dag.

Alfreð heitir þar "Alfred Stuffing-bogason" og er í liði ásamt Shay ThanksGiven (Shay Given), Jaap Ham (Jaap Stam) og átta öðrum kunnum fótboltamönnum.

Hægt er að skoða liðið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert