Grant tekur við Ganamönnum

Avram Grant.
Avram Grant. AFP

Avram Grant, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, West Ham og Portsmouth, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Gana.

Grant er 59 ára gamall Ísraelsmaður sem stýrði fyrst liði utan heimalandsins þegar hann tók við Chelsea árið 2007. Hann var á Englandi til 2011 og tók síðan við serbneska liðinu Partizan Belgrad í ársbyrjun 2012. Grant sagði hinsvegar af sér þar strax í maímánuði og hefur ekki stjórnað liði síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert