Aldrei fleiri í norskum liðum

Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. mbl.is/Eggert

Íslenskir knattspyrnumenn hafa aldrei verið fleiri í norsku úrvalsdeildinni en á nýliðnu keppnistímabili þar í landi.

Þeir voru átján talsins og tíu af sextán liðum deildarinnar voru með Íslendinga innanborðs.

Birkir Már Sævarsson er nú horfinn á braut en hann kvaddi Brann eftir að liðið féll í umspilinu í vikunni og heldur til Stokkhólms. Þar skrifar Birkir undir þriggja ára samning hjá nýliðum Hammarby í næstu viku, en hann staðfesti við mbl.is í gærmorgun að munnlegt samkomulag væri í höfn. Birkir lék með Brann í hálft sjöunda tímabil og spilaði 168 deildaleiki með liðinu.

Sjá fréttaskýringu Víðis Sigurðssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert