Ísland áfram í 33. sæti á FIFA listanum

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki gegn Hollendingum í haust.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki gegn Hollendingum í haust. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 33. sæti og stendur í stað á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun.

Litlar breytingar eru á listanum á milli mánaða enda hafa fáir landsleikir verið spilaðir á tímabilinu.

Þýskaland er sem fyrr í efsta sæti listans en á eftir koma Argentína, Kólumbía, Belgía, Holland, Brasilía, Portúgal, Frakkland, Spánn og Úrúgvæ sem er í 10. sætinu á listanum.

FIFA-listinn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert