HM 2018 og 2022 ekki haggað

Sepp Blatter.
Sepp Blatter. AFP

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sagði í Marrakesh í Marokkó í dag að þrátt fyrir birtingu á skýrslunni um úthlutun heimsmeistaramóts karla 2018 og 2022 yrði ekki hreyft frekar við þeim mótum. Þau færu fram í Rússlandi og Katar.

„Það þyrfti annaðhvort jarðskjálfta eða einhver risastór ný tíðindi til þess að hreyfa við heimsmeistaramótinu í Katar. Eins og staðan er núna er engin ástæða til að endurskoða fyrri ákvarðanir. Þessi tvö heimsmeistaramót eru komin á dagskrána og það eina sem vantar er að ákveða endanlega dagsetningarnar 2022," sagði Blatter á  fréttamannafundi FIFA.

„Skýrslan fjallar um liðna atburði en við einbeitum okkur að framtíðinni. Við munum ekki endurtaka atkvæðagreiðslu um HM 2018 og 2022, það er engin lagaleg ástæða til þess. Við höfum þegar byrjað að vinna  eftir ábendingum sérfræðinga um hvernig hægt sé að bæta umsóknarferlið, með það að markmiði að allir geti verið fullvissir um að úthlutun heimsmeistaramótsins 2026 fari fram á opinn og heiðarlegan hátt," sagði Blatter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert