Frábært að ná að brjóta ísinn

Alfreð Finnbogason fagnar fyrra marki sínu.
Alfreð Finnbogason fagnar fyrra marki sínu. Ljósmynd/realsociedad.com

Alfreð Finnbogason opnaði markareikning sinn með Real Sociedad í vikunni þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í bikarsigri gegn Real Oviedo.

Í dag vonast landsliðsmaðurinn til að komast á blað í deildinni en þá mætir Sociedad liði Levante á útivelli.

„Það er ekki spurning að það var léttir að ná að setja fyrstu mörkin fyrir liðið. Það verður alltaf umræðuefni þegar það líður lengri og lengri tími áður en maður skorar og ég tala nú ekki um þegar maður er keyptur til að skora. Það var frábært að ná að brjóta ísinn og nú getur maður spilað með aðeins meiri ró.“

Þetta segir Alfreð í ítarlegu og löngu samtali í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert