AC Milan jafnaði 74 ára gamalt met

Mönnum varð heitt í hamsi í leik AC Milan og …
Mönnum varð heitt í hamsi í leik AC Milan og Lazio í gær. Hér á Philippe Mexes eitthvað vantalað við Lorik Cana. AFP

Það hefur ekki blásið byrlega fyrir ítölsku risunum í AC Milan undanfarið. Liðið virðist fallið af þeim stalli sem það hafði sem stórveldi og enn syrti í álinn hjá þeim í gær.

Milan tapaði þá 3:1 fyrir Lazio á ólympíuleikvangnum í Rómarborg, og jafnaði um leið vafasamt félagsmet frá árinu 1941, en þetta er í fyrsta sinn síðan þá sem liðið vinnur ekki leik í ítölsku A-deildinni í janúarmánuði. Þá hefur liðið jafnframt tapað sjö leikjum í röð á heimavelli.

Milan situr í níunda sæti deildarinnar með 26 stig og hefur unnið sex leiki af tuttugu á tímabilinu. Núverandi stjóri þeirra er Filippo Inzaghi, ein af goðsögnum félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert