Fyrsta markalausa í 37 ár

Nicolai Boilesen hjá Ajax með boltann í leiknum í dag.
Nicolai Boilesen hjá Ajax með boltann í leiknum í dag. EPA

Erkifjendurnir Ajax og Feyenoord gerðu í dag sitt fyrsta markalausa jafntefli í 37 ár í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þannig endaði viðureign þeirra á AmsterdamArena, frammi fyrir rúmlega 52 þúsund áhorfendum.

Kolbeinn Sigþórsson hóf leikinn á varamannabekk Ajax en spilaði síðan allan síðari hálfleikinn. 

Úrslitin voru best fyrir PSV Eindhoven sem vann Cambuur, 2:1, á útivelli í gær og er með 49 stig á toppnum. Ajax er með 43 stig, Feyenoord 35, Zwolle 33 og AZ Alkmaar 32 stig.

Aron Jóhannsson lék fyrstu 77 mínúturnar með AZ í gærkvöld þegar liðið gerði 1:1-jafntefli við Zwolle á útivelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert