Hollenski forsetinn hjólar í Blatter

Michael Van Praag.
Michael Van Praag.

Michael Van Praag, forseti hollenska knattspyrnusambandsins, tilkynnti fyrir stundu að hann myndi bjóða sig fram í kjöri forseta FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, og væri búinn að fá tilskilinn stuðning til þess.

Talið er líklegt að Evrópuþjóðirnar muni nú fylkja sér að baki Van Praag en hann mun njóta stuðning hjá m.a. Michel Platini, forseta UEFA. 

Sepp Blatter frá Sviss hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og býður sig fram eina  ferðina enn. 

Van Praag er 67 ára gamall og var stjórnarformaður Ajax frá 1989 til 2003 en með því fetaði hann í fótspor föður síns sem gegndi sama embætti frá 1964 til 1978. Hann á sæti í framkvæmdastjórn UEFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert