Figo býður sig fram til forseta FIFA

Luis Figo.
Luis Figo. AFP

Portúgalinn Luis Figo hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins og keppa þar við Sepp Blatter.

Figo er heimsþekktur knattspyrnumaður sem gerði garðinn frægan með portúgalska landsliðinu sem og liðum Barcelona, Real Madrid og Inter en hann lagði skóna á hilluna árið 2009. Hann er 42 ára gamall.

Kosið verður um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, á þingi þess hinn 29. maí en þar munu 209 meðlimir FIFA taka þátt í kosningunni.

Michael Van Pra­ag, for­seti hol­lenska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta FIFA.

Sepp Blatter frá Sviss hef­ur verið for­seti FIFA frá ár­inu 1998 og býður sig fram eina ferðina enn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert