Wolfsburg fyrst til að vinna Bayern

Kevin de Bruyne fagnar með félögum sínum í kvöld.
Kevin de Bruyne fagnar með félögum sínum í kvöld. EPA

Wolfsburg vann frábæran 4:1-sigur á Bayern München í kvöld í fyrsta leik eftir vetrarfrí í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Þetta var fyrsta tap Bayern á leiktíðinni en liðið er enn með 8 stiga forskot á Wolfsburg á toppnum. Bayern er með 45 stig og Wolfsburg 37, en Leverkusen kemur næst með 28 stig.

Bas Dost kom Wolfsburg í 2:0 í fyrri hálfleik með tveimur mörkum. Kevin de Bruyne bætti við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik en Juan Bernat minnkaði muninn strax í 3:1. De Bruyne innsiglaði sigurinn þegar 20 mínútur voru til leiksloka með sínu öðru marki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert