Baldur ánægður með sigur í fyrsta leik

Baldur í búningi SönderjyskE.
Baldur í búningi SönderjyskE. Ljósmynd/soenderjyske.dk

Baldur Sigurðsson var ánægður með sinn fyrsta leik með SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og sigurinn að sjálfsögðu.

Baldur og félagar tóku á móti Hobro og höfðu betur, 1:0, en keppni í dönsku úrvalsdeildinni hófst að nýjan leik um helgina eftir vetrarhlé.

„Við höfðum stjórn á leiknum og sköpuðum okkur góð færi. Svo er gott að hafa leikmann eins og Silas Songangi sem kemur inn af bekknum og gerir út um leikinn. Þetta var góð byrjun og það sem fullkomnaði það var sigurinn,“ sagði Baldur við tv2.dk eftir leikinn en Baldur yfirgaf KR í vetur samdi við danska úrvalsdeildarliðið.

Baldur er kominn í nýja stöðu en hann leikur nú í stöðu hægri bakvarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert