Halda upp á daginn í nafni Obafemi Martins

Obafemi Martins er í hávegum hafður hjá Birmingham.
Obafemi Martins er í hávegum hafður hjá Birmingham. AFP

„Í dag eru fjögur ár síðan Obafemi Martins kom boltanum í netið á Wembley og tryggði Birmingham fyrsta stóra titil félagsins til margra ára. Þetta var sannarlega dagur til að fagna og miðað við tárin sem streymdu niður kinnar fullorðinna manna, hafði draumur sannalega verið að rætast.“

Svona hefst pistill á heimasíðu enska B-deildarliðsins Birmingham, en félagið heldur í dag upp á dag nígeríska framherjans Obafemi Martins. Færslan #ObafemiMartinsDay hefur farið mikinn á Twitter þar sem fótboltaáhugamenn, ekki bara tengdir Birmingham, minnast bikarúrslitaleiks liðsins við Arsenal fyrir þremur árum.

Martins sem áður hafði leikið með Newcastle á Englandi var þarna á láni hjá Birmingham frá liði Rubin Kazan í Rússlandi. Hann nýtti sér þá misskilning í öftustu víglínu Arsenal og skoraði sigurmarkið í 2:1 sigri og tryggði félaginu sinn fyrsta titil í 48 ár.

Þetta var þó einungis annað af tveimur mörkum hans fyrir félagið, en eins og segir þá eru það mikilvægi markanna sem gilda en ekki fjöldi þeirra. Það er líka ljóst að stuðningsmennirnir lifa lengi á þessu eina marki eins og meðfylgjandi tíst sýna. 

Í dag er Martins leikmaður Seattle Sounders í bandarísku MLS-deildinni, og hann minntist einnig dagsins fræga fyrir fjórum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert