Kínverjar ætla að hefja þjálfun ungbarna

Xi Jinping er með áætlun til að koma Kína á …
Xi Jinping er með áætlun til að koma Kína á kortið í fótboltanum. EPA

Xi Jinping, forseti Kína, hefur látið hafa það eftir sér að þjóðin þyrfti að byrja að þjálfa ungabörn í knattspyrnu til að ná betri árangri í íþróttinni á heimsvísu.

Ríkisstjórn Kínverja hefur samþykkt endurbætta stefnumótun í knattspyrnu þar sem yfirlýst markmið er að verða betri á hinu stóra sviði, þar sem það mundi koma allri þjóðinni til góðs. Xi sjálfur er mikill knattspyrnuáhugamaður og er sagður hafa þrjár óskir fyrir Kína: Að komast inn á heimsmeistaramót, halda eitt slíkt og að lokum vinna.

Landslið þeirra er nú í 82. sæti á heimslistanum og hefur einu sinni komist inn á HM, það var árið 2002 þegar mótið fór fram í Japan og Suður-Kóreu. Ekki riðu þeir þó feitum hesti frá því heldur töpuðu öllum leikjum sínum í riðlinum og skoruðu ekki eitt einasta mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert