Juventus hélt níu stiga forskoti á Roma

Carlos Tévez fagnaði aukaspyrnumarki sínu af mikilli innlifun.
Carlos Tévez fagnaði aukaspyrnumarki sínu af mikilli innlifun. AFP

Juventus er enn með 9 stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir 1:1-jafntefli við Roma í Róm í kvöld.

Roma, sem er í 2. sætinu, missti Vasilis Torosidis af velli með rautt spjald á 63. mínútu og Carlos Tévez skoraði í kjölfarið úr fallegri aukaspyrnu. Tíu leikmenn Roma gáfust ekki upp og náðu að jafna metin korteri fyrir leikslok eftir skalla Seydou Keita, en þar við sat.

Juventus er því í algjörri kjörstöðu eftir 25 umferðir af 38, en liðið hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu. Juventus hefur landað ítalska meistaratitlinum þrjú ár í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert