Birkir sá rautt í fyrsta sinn

Birkir Bjarnason í baráttunni við Gregory van der Wiel.
Birkir Bjarnason í baráttunni við Gregory van der Wiel. mbl.is/Golli

Birkir Bjarnason fékk að líta rauða spjaldið í 2:1-sigri Pescara á Crotone í kvöld í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu.

Birkir hefur þar með fengið rautt spjald í fyrsta sinn á ferli sínum sem atvinnumaður, allt frá því að hann spilaði með Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni árið 2008.

Birkir fékk gult spjald á 58. mínútu og svo annað og þar með rautt fimm mínútum fyrir leikslok. Það kom þó ekki í veg fyrir að Pescara héldi út og landaði sigrinum. Liðið er í 7. sæti með 42 stig en liðin í 3.-8. sæti fara í umspil um sæti í A-deildinni. Tvö efstu liðin fara beint upp og er Bologna í 2. sæti með 48 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert