Sóknarmenn eru eigingjarnir að eðlisfari

Suárez fagnar marki sínu gegn Real Madrid.
Suárez fagnar marki sínu gegn Real Madrid. AFP

Luis Suárez framherji Barcelona segir það í viðtali við ESPN að framherjar séu í eðli sínu eigingjarnir en segir þó að hann gefi alltaf boltann sjái hann liðsfélaga sína í betra færi.

„Í hreinskilni sagt þá eru sóknarmenn eigingjarnir að eðlisfari. En þegar ég sé Messi, Iniesta eða Xavi í betri stöðu þá gef ég boltann,“ sagði Suárez.

„Stundum ættum við þó að vinna betur saman. Við viljum allir skora mörk en auðvitað skiptir ekki máli á endanum hver skoraði fyrir liðið,“ sagði Suárez.

Suárez skoraði sigurmark Barcelona sem vann Real Madrid 2:1 í síðustu umferð en hann lýsti því meðal annars sem einu af hans mikilvægustu mörkum á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert