Xavi á leið til Katar

Xavi.
Xavi. AFP

Xavi, miðjumaður Barcelona yfirgefur félagið að tímabilinu loknu eftir sautján ára spilamennsku með aðalliði félagsins en hann hefur verið hjá Katalóníurisanum allan sinn feril.

Áfangastaður kappans er Katar en hann hefur samið til þriggja ára við Al Sadd þar í landi með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Fréttir á Spáni segja að þessi 35 ára gamli miðjumaður eigi eftir að þéna tæplega einn og hálfan milljarð íslenskra króna á ári hjá félaginu.

Xavi er ekki fyrsti Spánverjinn til að spila með Al Sadd en markahrókurinn mikli hjá Real Madrid, Raúl Gonzalez hefur spilað með félaginu undanfarin tvö ár en yfirgefur félagið að tímabilinu loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert