Ég fékk meðferð eins og versti ruddi

Luis Suárez og Giorgio Chiellini eftir atvikið í sumar.
Luis Suárez og Giorgio Chiellini eftir atvikið í sumar. AFP

Luis Suárez, leikmaður Barcelona, hefur tjáð sig um keppnisbannið sem hann var dæmdur í fyrir að bíta Giorgio Chiellini í leik Úrúgvæ og Ítalíu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðasta sumar.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt var Suárez dæmdur í bann af öllum afskiptum af fótbolta og mátti ekki einu sinni vera á sama hóteli og landslið Úrúgvæ. Suárez var svo seldur til Börsunga síðasta sumar en mátti ekki byrja að spila fyrr en langt var komið á haustið.

Suárez segir að meðferðin sem hann fékk frá FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hafi verið ósanngjarnt. „Bann er eitt, en að mega ekki einu sinni æfa er annað. Það var farið með mig eins og rudda eða þaðan af verra,“ segir Suárez í viðtali við Kicker.

„Ég var hræddur við að fara út í fótbolta með litlu frændum mínúm heima í Úrúvgæ, hélt það mundi geta komið mér í koll þar sem bannið sagði að ég mætti ekki stíga inn á fótboltavöll - eitthvað sem ég skil ekki enn í dag,“ sagði Suárez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert