Leikirnir sem Ísland á eftir

Ísland fagnar marki Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.
Ísland fagnar marki Eiðs Smára Guðjohnsen í dag. AFP

Íslendingar eru í afar góðri stöðu í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

Íslendingar eru í öðru sæti A-riðilsins með 12 stig, Tékkar tróna á toppnum með 13 stig, Hollendingar eru í þriðja sæti með 7 stig og þar á eftir koma Tyrkir með 5, Lettar 3 og Kasakar 1.

Tvö efstu liðin tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina sem fram fer í Frakklandi á næsta ári og liðið í þriðja sæti fer í umspil. Liðið með bestan árangur í þriðja sæti fer reyndar beint á EM.

Það verður toppslagur í næstu umferð í riðlinum þegar Íslendingar taka á móti Tékkum á Laugardalsvellinum föstudaginn 12. júní.

Leikirnir sem Ísland á eftir eru:

Ísland - Tékkland 12. júní
Holland -Ísland 3. september
Ísland - Kasakstan 6. september
Ísland - Lettland 10. október
Tyrkland - Ísland 13. október

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert