Fyrsta þrennan í 46 ár

Steven Fletcher fagnar einu af þremur mörkum sínum í dag.
Steven Fletcher fagnar einu af þremur mörkum sínum í dag. AFP

Steven Fletcher, framherji skoska landsliðsins í knattspyrnu, varð í dag fyrsti leikmaðurinn í 46 ár sem skorar þrennu fyrir Skotland.

Fletcher skoraði þrjú af sex mörkum Skota í 6:1-sigri á Gíbraltar í undankeppni Evrópumótsins, en mark Gíbraltar var jafnframt fyrsta mark þeirra í alþjóðlegum keppnisleik frá því ríkið fékk að spila undir eigin merkjum.

Síðasta þrenna sem skoskur landsliðsmaður skoraði var árið 1969, en það var Colin Stein sem það gerði. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem Skotar skora sex mörk í landsleik, en það gerðu þeir gegn Færeyjum. 

Mörkin voru langþráð hjá Fletcher, en hann hafði einungis skorað eitt landsliðsmark fyrir leikinn í dag. Það kom gegn Íslendingum þann 1. apríl 2009 í 2:1 sigri Skota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert