Þessar þjóðir væru á leið til Frakklands

Íslendingar fagna marki Eiðs Smára í leiknum gegn Kasakstan á …
Íslendingar fagna marki Eiðs Smára í leiknum gegn Kasakstan á laugardaginn. AFP

Riðlakeppni undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu er nú hálfnuð. Tvær þjóðir eru með fullt hús, Englendingar og Slóvakar, en lið eins og Holland og Belgíu eiga það á hættu að komast ekki í lokakeppnina sem verður í Frakklandi á næsta ári.

Næsta umferð í riðlakeppninni verður spiluð í júní og þann 12. júní verður sannkallaður stórleikur á Laugardalsvellinum þegar tvær efstu þjóðirnar í A-riðlinum eigast við, Tékkland og Ísland. Tékkar eru með 13 stig í efsta sætinu en Íslendingar 12.

Í fyrsta sinn í sögu Evrópumótsins taka 24 þjóðir þátt í úrslitakeppninni sem verður 10. júní til 10. júlí á næsta ári.

Ef undankeppninni væri lokið væru þessi lið á leið í úrslitakeppni EM:

Frakkland (gestgjafi), Tékkland, Ísland, Wales, Ísrael, Slóvakía, Spánn (meistari), Pólland, Þýskaland, Skotland (besti árangur í þriðja sæti), England, Slóvenía, Rúmenía, Norður-Írland, Austurríki, Svíþjóð, Króatía, Ítalía, Portúgal, Danmörk.

Á leið í umspil: Holland, Belgía, Úkraína, Sviss, Ungverjaland, Rússland, Noregur, Albanía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert