Hollendingar lögðu Spánverja

Davy Klaassen fagnar marki sínu gegn Spánverjum í kvöld.
Davy Klaassen fagnar marki sínu gegn Spánverjum í kvöld. AFP

Hollendingar báru sigurorð af Spánverjum, 2:0, í vináttulandsleik sem fram fór á Amsterdam Arena í kvöld.

Hollendingar gerðu út um leikinn á fyrsta stundarfjórðungi leiksins en þá skoruðu þeir Stefan de Vrij og Davy Klaassen framhjá David de Gea markverði Spánverja og Manchester United.

Hollendingar eru sem kunnugt er í riðli með Íslendingum en öll liðin í riðlinum voru í eldlínunni í kvöld.

Kasakar gerðu sér lítið fyrir og náðu markalausu jafntefli á útivelli gegn Rússum, Lettar gerðu 1:1 jafntefli við Úkraínumenn á útivelli, Tékkar töpuðu fyrir Slóvökum, 1:0, og Tyrkir unnu nauman útisigur á Luxemborgurum þar sem Hakan Calhanoglu skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert