Messi 29 sætum á undan Ronaldo

Lionel Messi..
Lionel Messi.. AFP

Á árinu 2015 er Lionel Messi besti framherji í heimi. Hann er í raun 28 sætum á undan erkifjanda sínum frá Portúgal. Að minnsta kosti ef marka má tölfræðivefsíðuna Football-observatory en hún setur Messi í 1. sætið og Ronaldo í 29. sætið hvað framherja snertir. 

Diego Costa hjá Chelesa er efstur framherja í ensku deildinni í 5. sæti á eftir Arjen Robben hjá Bayern München, Bas Dost hjá Wolfsburg og Luis Suárez hjá Barcelona.

Messi hefur skorað 17 mörk í 12 leikjum í efstu deild á Spáni og er langt á undan Ronaldo sem skorað hefur sex mörk í 11 leikjum árið 2015. Hann er hins vegar á undan liðsfélögum sínum Gareth Bale (35. sæti) og Karim Benzema (37. sæti).

Athygli vekur að Nuri Sahin sem náði sér ekki á strik með Liverpool 2012-2013 er í efsta sæti miðjumanna árið 2015 en hann leikur með Dortmund í þýsku deildinni.

Efstu framherjar:

Lionel Messi (Barcelona)

Arjen Robben (Bayern München)

Bas Dost (Wolfsburg)

Luis Suarez (Barcelona)

Diego Costa (Chelsea)

Efstu framliggjandi miðjumenn:

Eden Hazard (Chelsea)

Mesut Ozil (Arsenal)

Jesus Navas (Man City)

Kevin de Bruyne (Wolfsburg)

Shinji Kagawa (Dortmund)

Efstu miðjumenn:

Nuri Sahin (Dortmund)

Paul Pogba (Juventus)

Fernandinho (Man City)

Lucas Biglia (Lazio)

Ilkay Gundogan (Dortmund)

Efstu bakverðir:

Gael Clichy (Man City)

Marcelo (Real Madrid)

Rafinha (Bayern München)

Wendell Nascimento (Bayer Leverkusen)

Pablo Zabaleta (Man City)

Efstu miðverðir:

Emir Spahic (Bayer Leverkusen)

Martin Demichelis (Man City)

Mats Hummels (Dortmund)

Chris Smalling (Man United)

Thiago Silva (PSG)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert