Pressan að aukast á Hiddink

Guus Hiddink horfir áhyggjufullur á sína menn í leiknum við …
Guus Hiddink horfir áhyggjufullur á sína menn í leiknum við Tyrki á laugardaginn. AFP

Guus Hiddink, þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu, segist ekki óttast um starf sitt þó svo að lið hans hafi farið frekar illa af stað í undankeppninni og það sé komin pressa á hann.

Hollendingar, sem leika í riðli með Íslendingum, hafa tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli og eru í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Íslendingum og sex á eftir toppliði Tékka.

Hiddink tók við þjálfun hollenska landsliðsins af Louis van Gaal eftir HM síðastliðið sumar þar sem Hollendingar enduðu í þriðja sæti. Orðrómur hefur verið í gangi um að hollenska knattspyrnusambandið íhugi að reka Hiddink úr starfi en sjálfur telur hann að hann sé öruggur í starfi sínu.

„Ég hef ekki þá tilfinningu að það vilji reka mig, ég sjálfur hef ég ánægju af því sem ég er að gera,“ sagði Hiddink við fréttamenn í gær en hann segir að hollenska liðið sakni manna á borð við Arjen Robben og Robin van Persie sem báðir eru frá vegna meiðsla. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert