Skammast sín fyrir áhorfendur

Andrés Iniesta fékk slæmar mótttökur í Amsterdam.
Andrés Iniesta fékk slæmar mótttökur í Amsterdam. AFP

Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Hollendinga í knattspyrnu, kvaðst skammast sín fyrir framkomu landa sinna á áhorfendapöllunum í Amsterdam Arena í gærkvöld þegar Holland vann Spán, 2:0, í vináttulandsleik.

Andrés Iniesta var skotspónn hollensku áhorfendanna en þeir bauluðu hressilega þegar honum var skipt inná á 76. mínútu leiksins. Ljóst var að þeim var í nöp við hann fyrir að hafa skorað sigurmark Spánverja, 1:0, gegn Hollendingum í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku árið 2010.

„Hann er stórkostlegur leikmaður, algjör heimsklassa leikmaður. Fólk sem baular svona á hann á að skammast sín og það rækilega. Hann er frábær fótboltamaður og mikill persónuleiki. Þetta var svo óviðeigandi og skammarlegt," sagði Hiddink við fréttamenn eftir leikinn.

Kollegi hans, hinn reyndi Spánverji Vicente del Bosque, sagði: „Ég hef stjórnað spænska liðinu í 98 landsleikjum en hef aldrei upplifað neitt svona lagað áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert