Vilja gera þriðja aðilann ólöglegan

Michel Platini.
Michel Platini. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA og samtök atvinnumanna í knattspyrnu (FIFPRO) hafa biðlað til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að gera það ólöglegt að þriðji aðili eigi hlut í knattspyrnumönnum.

Segir í tilkynningu félaganna að slík viðskipti geti verið skaðleg fyrir fjárhag leikmannana og einnig geti þau skaðað heilindi íþróttarinnar.

Alþjóðlegt bann verður lagt á þriðja aðila eignarhlut þann 1. mars en ýmis spænsk og portúgölsk félög hafa þegar lagt inn kvörtun vegna þess.

Michel Platini forseti UEFA hefur áður líkt eignarhaldi þriðja aðila við þrælahald.

Búið er að banna slík viðskipti í Bretlandi þegar kom í ljós að Argentínumennirnir Carlos Tévez og Javier Mascherano hefðu verið í eigu aflandsfélaga þegar þeir gengu í raðir West Ham árið 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert