Messi með 400 og mikilvægan sigur

Lionel Messi sýnir mögnuð tilþrif fyrir framan mark Valencia í …
Lionel Messi sýnir mögnuð tilþrif fyrir framan mark Valencia í leiknum í dag. AFP

Lionel Messi innsiglaði sigur Barcelona á Valencia í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag, 2:0 með marki í uppbótartíma. Þetta var um leið sögulegt mark því Argentínumaðurinn snjalli hefur nú skorað 400 mörk fyrir Katalóníuliðið.

Luis Suárez skoraði eftir 55 sekúndna leik eftir sendingu frá Messi og sigurinn styrkir stöðu Barcelona á toppi deildarinnar. Þar er liðið nú með 78 stig en Real Madrid, sem á leik til góða gegn Málaga í kvöld, er með 73 stig í öðru sæti. Valencia er með 65 stig í fjórða sæti, stigi á eftir Real Madrid, en liðið nýtti ekki tækifæri til að jafna á Camp Nou í dag þegar það brenndi af vítaspyrnu.

Mörkin 400 hjá Messi:

278 í spænsku 1. deildinni
75 í Meistaradeild Evrópu
32 í spænsku bikarkeppninni
10 í spænska Stórbikarnum
4 í heimsbikar félagsliða
1 í Stórbikar Evrópu

Hér er 400. markið í uppsiglingu, Messi einn gegn markverði Valencia í blálokin:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert