Arftaki Klopps fundinn

Thomas Tuchel er næsti knattspyrnustjóri Dortmund.
Thomas Tuchel er næsti knattspyrnustjóri Dortmund. AFP

Thomas Tuchel mun taka við sem þjálfari þýska félagsins Borussia Dortmund eftir tímabilið en Jürgen Klopp, núverandi þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi á dögunum að hann hygðist stíga til hliðar eftir tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu Dortmund.

Tuchel skrifaði undir þriggja ára samning en líkt og  Klopp hefur hann einnig þjálfað FSV Mainz 05 en þar var Tuchel við völd frá 2009 til 2014.

Tuchel hætti hjá Mainz á síðasta ári en þá lenti Mainz í 7. sæti þýsku deildarinnar sem er þeirra besti árangur í efstu deild. 

Í Þýskalandi er litið á Tuchel sem einn færasta þjálfara landsins en hann var orðaður við starf knattspyrnustjóra Hamburgar áður en Bruno Labbadia tók við því starfi.

Tuchel sló annað met árið 2010 þegar Mainz vann fyrstu sjö leiki þýsku deildarinnar undir hans stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert