Dagný skoraði í mikilvægum sigri

Dagný í leik með íslenska landsliðinu gegn því Bandaríska á …
Dagný í leik með íslenska landsliðinu gegn því Bandaríska á Algarve-mótinu í síðasta mánuði. AFP

Dagný Brynjarsdóttir skoraði eitt mark fyrir Bayern München í sigri liðsins, 2:1, á Jena í efstu deild þýsku knattspyrnunnar í dag.

Þar með eru Dagný og stöllur hennar áfram í hörkubaráttu um þýska meistaratitilinn en liðið eru aðeins einu stigi á eftir Wolfsburg í 1. sætinu þegar tvær umferðir eru eftir.

Bayern hefur eftir sigurinn í dag 50 stig í 2. sætinu en Evrópumeistarar Wolfsburg hafa 51 stig í toppsætinu en bæði hafa liðin spilað 20 leiki af 22.

Wolfsburg á hins vegar eftir að mæta Frankfurt sem er í 3. sætinu og fari svo að liðið misstígi sig gegn Frankfurt og Bayern klári sína leiki verður Dagný Þýskalandsmeistari.

Bayern á þessa leiki eftir:

26. apríl Herforder SV (12. og neðsta sæti) - Bayern München
10. maí  Bayern München - Essen (5. sæti)

Wolfsburg á þessa leiki eftir:

22. apríl Essen (5. sæti) - Wolfsburg
10. maí  Frankfurt (3. sæti) - Bayern

Marki Dagnýjar fagnað í dag:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert