Kristinn hafði betur gegn Kaká

Leikmenn Columbus Crew fagna marki.
Leikmenn Columbus Crew fagna marki. AFP

Kristinn Steindórsson og samherjar í Columbus Crew unnu í nótt öruggan sigur 3:0, á Orlando City í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu en leikið var í Columbus frammi fyrir 15.600 áhorfendum.

Stærsta stjarnan í nýju liði Orlando City er hinn brasilíski Kaká sem var kjörinn knattspyrnumaður ársins í heiminum árið 2007. Hann spilaði allan leikinn en komst ekki mikið áleiðis gegn heimamönnum í Columbus.

Kristinn kom inn á sem varamaður á 70. mínútu leiksins en hann hefur tekið þátt í öllum sex leikjum liðsins það sem af er tímabilinu og tvívegis verið í byrjunarliðinu.

Columbus er nú með 8 stig eftir sex leiki og komst með sigrinum uppfyrir Orlando og í þriðja sæti Austurdeildar, á eftir New York Red Bulls og DC United sem bæði eru með 11 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert