Blatter mættur aftur í vinnuna

Sepp Blatter forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, var mættur á skrifstofu sína í höfuðstöðvum FIFA í Zurich í Sviss í morgun eftir dramatíkina í gær þegar hann sagði óvænt af sér embættinu.

„Allt heldur áfram eins og það var. Forsetinn er áfram forseti þar til kosið verður um eftirmann hans,“ sagði talskona FIFA en fjöldi fréttamanna beið í anddyri höfuðstöðvanna til að reyna að ná tali af Blatter.

Blatter sagði í gær að hann myndi halda ótrauður áfram í starfi þar til aukaþing FIFA verður haldið en líklega verður það í desember í fyrsta lagi.

Höfuðstöðvar FIFA í Zurich.
Höfuðstöðvar FIFA í Zurich. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert