Landslið Nígeríu krækti í stig í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu kvenna í Kanada í kvöld þegar liðið náði jafntefli við bronsliðs síðasta heimsmeistaramóts, Svíþjóð, 3:3. Þar var Francisca Ordega, sem leikur með Piteå í Svíþjóð, jafnaði metin fyrir nígeríska liðið þremur mínútum fyrir leikslok.
Leikurinn sem fram fór á Íslendingaslóðum í Winnipeg byrjaði vel fyrir sænska liðið. Ugochi Desire, leikmaður Nígeríu, varð fyrir óláni að skora sjálfsmark eftir 20 mínútur. Ellefu mínútum síðari bætti Nilla Fischer við öðru marki fyrir sænska landsliðið sem fór með tveggja marka forskot inn í hálfleik.
Aðeins voru liðnar fimm mínútur af síðari hálfleik þegar Ngozi Sonia minnkaði munin í 2:1 og þremur mínútum síðar jafnaði Asisat Lamina, leikmaður Liverpool, metin. Linda Sembrant kom sænska landsliðinu yfir að nýju eftir klukkustundar leik. Ordega jafnaði síðan muninn eftir sendingu frá Somia, þeirri sem skoraði fyrsta mark Nígeríu.