Óvíst hvort Birkir fari til Torino

Birkir Bjarnason í leik gegn Tyrkjum.
Birkir Bjarnason í leik gegn Tyrkjum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einhver afturkippur er kominn í viðræður landsliðsmannsins Birkis Bjarnasonar við ítalska A-deildarliðið Torino vegna launamála að því er fram kemur í ítölskum fjölmiðlum í dag.

Torino og Pescara hafa þegar komist að samkomulagi um félagaskiptin og reiknað var með að Birkir myndi skrifa undir samning við Torino í vikunni en að því er fram kemur í La Gazzetta dello Sport og Sky Sport Italia fór umboðsmaður Birkis fram á að það Birkir fengi 500 þúsund evrur í laun á ári, 74 milljónir króna, í stað 450 þúsund evra sem samkomulag hafi náðst um.

Þessar kröfur hleyptu illu blóði í forráðamenn Torino að því er fram kemur í fjölmiðlunum og svo gæti farið að ekkert verði að félagaskiptunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert