Ronaldo strunsaði út úr viðtali (myndskeið)

Cristiano Ronaldo í æfingaleik gegn AC Milan á dögunum.
Cristiano Ronaldo í æfingaleik gegn AC Milan á dögunum. AFP

Ekki gekk vel hjá portúgalska knattspyrnukappanum Ronaldo að vekja athygli á nýjum heyrnatólum sem eru að koma á markað. Hann fór í viðtal í þeim tilgangi en yfirgaf svæðið þegar honum mislíkaði spurningar um FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið. 

Viðtalið átti að fara fram hjá CNN Espanol í Bandaríkjunum þar sem Real Madrid er í æfingaferð. Ronaldo hafði ekki áhuga á því að svara þeim spurningum sem spyrillinn Andres Oppenheimer vildi fá svör við og gengu út á HM 2022 í Katar, eða öllu heldur kosninguna um keppnisstaðinn.

Ronaldo hafði þó látið út úr sér áður en hann gekk út úr viðtalinu að hann hefði í hreinskilni sagt engan áhuga á málefnum FIFA og gæti ekki látið sig málefni utan vallar varða. Hann yrði að eyða orkunni í að einbeita sér að sinni vinnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert