Eiður Smári kom inn á í jafntefli

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði um það bil hálftíma í sigri …
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði um það bil hálftíma í sigri Eiður Smári Guðjohnsen í dag. STANISLAV FILIPPOV

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Shijiazhuang Ever Bright mættu Tianjin Teda í 22. umferð kínversku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fyrr í dag. Lokatölur í leiknum urðu 1:1. Eiður Smári byrjaði leikinn á varamannabekk Shijiazhuang Ever Bright, en kom svo inn á þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum.  

Shijiazhuang Ever Bright var fyrir leikinn með 32 stig í fimmta sæti deildarinnar á meðan Tianjin Teda var í þriðja neðsta sæti með 20 stig.

Shijiazhuang Ever Bright átti ennþá raunhæfa möguleika á því að koma í Meistaradeild Asíu, en þrjú efstu liðin í úrvalsdeildinni öðlast þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstkomandi tímabili fyrir umferðina í dag. Jafnteflið í dag gerir þó vonir Shijiazhuang Ever Bright um sæti í Meistaradeild Asíu ansi langsóttar.

Shijiazhuang Ever Bright er eins og staðan er núna tíu stigum frá Shandong Luneng og Beijing Guoan sem sitja jöfn í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig þegar átta umferðir eru eftir. 

Þetta er sjötti leikur Eiðs fyrir Shijiazhuang Ever og á Eiður ennþá eftir að finna netmöskvana í deildarleik í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert