Einn sigur í 13 leikjum gegn Hollendingum

Ásgeir Sigurvinsson skoraði gegn Hollendingum ytra árið 1977.
Ásgeir Sigurvinsson skoraði gegn Hollendingum ytra árið 1977. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Amsterdam og hefur í dag undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Hollendingum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Amsterdam Arena vellinum í höfuðborginni á fimmtudagskvöldið.

Þetta verður 14. viðureign Íslendinga og Hollendinga en þjóðirnar áttust fyrst við árið 1974. Holland hefur unnið 10 af leikjunum 13. Tveimur leikjum hefur lyktað með jafntefli en eini sigurleikur Íslendinga leit dagsins ljós á Laugardalsvellinum í október á síðasta ári þar sem Ísland vann frækinn sigur, 2:0.

Hollendingar hafa í þessum leikjum skorað 36 mörk en Íslendingar 8. Í sex útileikjum á móti Hollendingum hafa Íslendingar aðeins náð að skora tvö mörk. Þau gerðu Elmar Geirsson í 8:1 tapi árið 1973 og Ásgeir Sigurvinsson í 4:1 tapi árið 1977.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert