Kingsley Coman mætir til Íslands

Kingsley Coman, sem gekk til liðs við Bayern München frá …
Kingsley Coman, sem gekk til liðs við Bayern München frá Juventus á dögunum, er í hópnum. AFP

Pierre Mankowski, þjálfari U21 árs landsliðs Frakklands, kynnti á dögunum hóp liðsins fyrir leikinn gegn Íslandi en leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á laugardag. Mörg þekkt nöfn koma fyrir í hópnum.

Franska liðið tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu í Tékklandi í sumar, en miklar vonir eru bundnar við liðið í ár. 

Fjölmörg stór nöfn eru í franska hópnum sem mætir Íslandi á laugardag, en þar má nefna Kingsley Coman, sem skrifaði undir lánssamning hjá Bayern München frá Juventus undir lok gluggans, er í hópnum.

Þar má einnig finna nöfn á borð við Adrien Rabiot sem er á mála hjá Paris Saint-Germain og Benjamin Mendy hjá Marseille.

Jordan Amavi, sem samdi við Aston Villa, í júlí er þá einnig í hópnum, en ljóst er að íslenska liðið mun mæta afar öflugri kynslóð á Kópavogsvelli.

Hægt er að sjá hópinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Markverðir:

Thomas Didillion (Metz)
Mouez Hassen (Nice)
Paul Nardi (Monaco)

Útileikmenn:

Jordan Amavi (Aston Villa)
Antoine Conte (Reims)
Leo Dubois (Nantes)
Presnel Kimpembe (PSG)
Aymeric Laporte (Athletic Bilbao)
Clement Lenglet (Nancy)
Benjamin Mendy (Marseille)
Benjamin Pavard (Lille)
Tiemoue Bakayoko (Monaco)
Thomas Lemar (Monaco)
Adrien Rabiot (PSG)
Corentin Tolisso (Lyon)
Remi Walter (Nancy)
Kingsley Coman (Bayern München)
Enzo Crivelli (Bordeaux)
Sebastian Haller (Utrecht)
Corentin Jean (Troyes)
Lenny Nangis (Caen

Adrien Rabiot er einnig í hópnum.
Adrien Rabiot er einnig í hópnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert