Að horfa á EM í sjónvarpinu er óhugsandi

Ragnar Sigurðsson í baráttu við Arjen Robben.
Ragnar Sigurðsson í baráttu við Arjen Robben. mbl.is/Golli

„Við þurfum í það minnsta að vinna þrjá af þessum fjórum leikjum sem við eigum eftir. Að horfa á Evrópumótið í sjónvarpinu er óhugsandi,“ segir Wesley Sneijder, miðjumaðurinn reyndi í hollenska landsiðinu sem mætir Íslendingum í undankeppni EM á Amsterdam Arena í kvöld.

„Fyrir ungu leikmennina í liðinu og fyrir þá eldri og reyndari er pressan mikil á okkur og ég hef aldrei staðið frammi fyrir svona viðkvæmu ástandi á tíma mínum með hollenska landsliðinu,“ segir Arjen Robben, nýskipaður fyrirliði landsliðsins, en Hollendingar eru í þriðja sæti í riðlinum og eiga eftir heimaleiki gegn Íslandi og Tékklandi og útileiki á móti Tyrklandi og Kasakstan.

Staðan í A-riðlinum þegar öll liðin eiga fjóra leiki eftir er þessi: Ísland 15, Tékkland 13, Holland 10, Tyrkland 8, Lettland 3, Kasakstan 1.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert