Telja sáralitlar líkur á sigri Íslands

Kári Árnason og félagar höfðu betur gegn Arjen Robben og …
Kári Árnason og félagar höfðu betur gegn Arjen Robben og hans félögum, 2:0, þegar Ísland og Holland mættust á Laugardalsvelli í október í fyrra. mbl.is/Golli

Erlendir veðbankar eru á einu máli um það að yfirgnæfandi líkur séu á sigri Hollands þegar Hollendingar og Íslendingar mætast á Amsterdam Arena kl. 18.45 í kvöld, í undankeppni EM karla í knattspyrnu.

Segja má að Hollendingar séu með bakið upp við vegg en þetta bronslið frá HM í fyrra er í 3. sæti A-riðils, fimm stigum á eftir Íslandi sem er á toppnum.

Veðmálasíður á borð við Betsson eru með stuðulinn 9,50 á sigur Íslands, stuðulinn 5 á jafntefli, og stuðulinn 1,33 á sigur Hollands. Bet365 gengur enn lengra og er með stuðulinn 11 á sigur Íslands.

Á Lengjunni eru stuðlarnir talsvert lægri eða 5,70 á sigur Íslands og 1,25 á sigur Hollands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert