Búið að reka Henning Berg

Henning Berg.
Henning Berg. Ljósmynd/legia.com/

Norðmaðurinn Henning Berg, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var í kvöld rekinn úr starfi sem þjálfari pólska knattspyrnuliðsins Legia Varsjá.

Berg var látinn poka sinn eftir 2:2 jafntefli liðsins gegn Górnik Zabrze í dag en Legia Varsjá er sem stendur í 4. sæti deildarinnar og 10 stigum á eftir toppliðinu.

Berg tók við liðinu í fyrra og undir hans stjórn varð liðið pólskur meistari í fyrra og vann bikarinn í ár en sú staðreynd að liðið hefur aðeins unnið fjóra af 11 leikjum sínum í deildinni á tímabilinu ákvað stjórn félagsins að reka Norðmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert