Zlatan á nóg eftir

Zlatan Ibrahimovic, framherji PSG.
Zlatan Ibrahimovic, framherji PSG. AFP

Carlo Ancelotti, fyrrum þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, segir að sænski framherjinn, Zlatan Ibrahimovic, eigi nóg eftir af ferlinum.

Zlatan, sem varð 34 ára gamall á dögunum, er markahæsti leikmaður PSG frá upphafi en honum tókst að slá metið í 2:1 sigri á Marseille. Zlatan hefur nú gert 110 mörk fyrir franska liðið en Pauleta átti áður metið sem var 109 mörk.

Ancelotti, sem þjálfaði Zlatan hjá PSG, segir að framherjinn stóri og stæðilegi eigi nóg inni.

„Margir framherjar eru búnir á þessum aldri en ekki Zlatan. Hann getur spilað í nokkur ár til viðbótar á þessu stigi þar sem hann er með svo ótrúlega mikinn metnað,“ sagði Ancelotti.

Zlatan er kominn með 4 mörk í 7 leikjum á þessari leiktíð en frá því hann kom til PSG hefur hann gert 30 mörk eða fleiri á tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert