Norður-Írland á EM

Steven David fagnar í kvöld. Norður-Írland er komið á EM.
Steven David fagnar í kvöld. Norður-Írland er komið á EM. AFP

Norður-Írland vann 3:1 sigur á Grikklandi í kvöld í undankeppni EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári, en með sigrinum er liðið komið á sitt fyrsta stórmót frá árinu 1986.

Steven Davis gerði tvö mörk og Josh Magennis gerði eitt mark í sigrinum á Grikklandi í kvöld en með þessu er liðið komið á Evrópumótið sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.

Norður-Írland er í 1. sæti F-riðils með 20 stig þegar einn leikur er eftir. Rúmenía er í 2. sæti með 17 stig og Ungverjaland í 3. sæti með 16 stig.

Portúgal fer á EM en liðið er í 1. sæti með 18 stig þegar liðið á einn leik eftir. Joao Moutinho sá til þess að liðið myndi vinna Dani í kvöld en danska liðið situr í 2. sæti með 12 stig. Liðið er búið að spila alla leiki sína í riðlinum og verða að vonast eftir því að Albanía tapi fyrir Armeníu í lokaleik riðilsins.

Skotland er þá úr séns á að komast á EM. Skotar gerðu 2:2 jafntefli við Pólland í kvöld en Robert Lewandowski skoraði bæði mörk pólska liðsins. Hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu og eyðilagði þar með vonir Skota um að komast til Frakklands.

Þýskaland er í efsta sæti D-riðils með 19 stig. Pólland er í 2. sæti með 18 stig og Írland í því þriðja með jafnmörg stig. Það verður því spennandi lokaumferð í D-riðli en Pólland og Írland mætast einmitt í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert