Ítalir komnir á EM

Ítalir fagna marki í leiknum í dag.
Ítalir fagna marki í leiknum í dag. AFP

Ítalir tryggðu sér í kvöld farseðilinn á Evrópumót karla í knattspyrnu í Frakklandi á næsta ári.

Ítalía hafði betur á útivelli gegn Aserbaídsjan, 3:1. Eder, Stephan El Shaarawy og Matteo Darmian skoruðu mörk Ítala, sem er tíunda þjóðin sem er komið í úrslitakeppnina.

Ítalir er með 21 stig í efsta sætinu en Norðmenn, sem lögðu Maltverja, 2:0, eru í öðru sætinu með 19 stig og Króatar, sem etja kappi við Búlgari í kvöld eru með 14 stig í þriðja sætinu. Alexander Tettey og Alexander Söderlund, fyrrverandi leikmaður FH, skoruðu mörk Norðmanna sem tryggja sér farseðilinn á EM takist Króötum ekki að vinna Búlgari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert