Guðbjörg bikarmeistari í Noregi

Guðbjörg Gunnarsdóttir var ð bikarmeistari í dag í Noregi. Hún …
Guðbjörg Gunnarsdóttir var ð bikarmeistari í dag í Noregi. Hún var einnig valin besti markvörður norsku úrvalsdeildarinnar í ár og varð Noregsmeistari með Lilleström. Ljósmynd/Vegeir Kjærstad

Guðbjörg Gunnarsdóttir og félagar í Lilleström urðu í dag norskir bikarmeistarar eftir 3:2 sigur á Íslendingaliði Avaldsnes 3:2. 

Sigurmarkið skoraði Isabell Herloves á 76. mínútu. Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Lilleström en liðið varð einnig norskur meistari fyrir skemmstu.

Guðbjörg kvaddi því að öllum líkindum Lilleström með titli en á dögunum tilkynnti hún að ekki hefði náðst samkomulag um nýjan samning. 

Hólmfríður Magnúsdóttir hóf leikinn á bekknum hjá Avaldsnes en kom inná á 63. mínútu í stöðunni 2:2 en hún hefur verið frá vegna meiðsla síðan hún fór af velli í landsleik Íslands gegn Slóveníu í lok október. Hún var var valinn besti sóknarmaðurinn í norsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni á dögunum.

Þórunn Helga Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Avaldsnes.

Hólmfríður Magnúsdóttir - besti sóknarmaður norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu 2015.
Hólmfríður Magnúsdóttir - besti sóknarmaður norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu 2015. Ljósmynd/Avaldsnes.no
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert