„Gamalt fólk borðar þetta aðallega“

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. AFP

„Eiður Smári Guðjohnsen er besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi,“ segir Aron Jóhannsson, leikmaður bandaríska landsliðsins í knattspyrnu hann var fenginn til svara nokkrum spurningum um íslenska landsliðið ásamt fleiru um land og þjóð en liðin mætast annað kvöld í Bandaríkjunum í vináttulandsleik.

„Hann hefur unnið ensku deildina, sem er ein besta deild í heimi með Chelsea. Hann hefur einnig spilað fyrir eitt af bestu liðum í heimi, Barcelona, og þar vann hann Meistaradeildina og spænsku deildina. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliði, og nú fær hann einn séns að spila fyrir þjóð sína í sumar,” sagði Aron einnig um Eið.

Í viðtalinu segir Aron einnig að íslenska liðið sé mjög skipulagt, allir viti hvar þeir eigi að vera og séu vel þjálfaðir. 

„Síðastliðin þrjú eða fjögur ár hafa verið hápunktur í íslenski knattspyrnusögu,” segir Aron ennfremur.

Aron talaði einnig á léttum nótum um íslenska menningu í viðtalinu og segist alls ekki vera mikið fyrir íslenska mat.

„Mér líkar ekki við hefðbundinn íslenskan mat en dæmi um slíkan mat er meðal annars kindaaugu, eyru og tungur. Gamalt fólk borðar þetta aðallega,” sagði Aron meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert